Styrkir hins opinbera með hverjum Covid sjúklingi ekki góð aðferð til að takast á við veiruna

Jóhannes Loftsson formaður Frjálshyggjufélagsins

Styrkir frá stjórnvöldum og opinberum stofnunum með hverjum eog einum Covid sjúklingi til heilbrigðiskerfa eru ekki góð leið til þess að berjast við Covid veiruna því það skekkir meðal annars þær tölur um þá sem eru raunverulega veikir af Covid.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóhannesar Loftssonar formanns Frjálshyggjufélagsins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur. Hann nefndi í þættinum dæmi erlendis frá þar sem greiddir voru bónusar með sjúklingum með Covid

þetta varð til þess að menn fór um að greina fólk með einkenni sem líktust Covid en voru ekkert endilega Covid, svo var fólkinu hrúgað á sjúkrahús, svo ef fólkið dó þá var sagt að það hefði látist úr Covid, og það sem verra er að sumir sem ekki voru með Covid smituðust á sjúkrahúsinu„,segir Jóhannes.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila