Fresta frekari afléttingu fjöldatakmarkana

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Fyrirhuguðum fjöldatakmörkunum sem átti að aflétta að hluta í næstu viku verður frestað í að minnsta kosti tvær vikur. Þannig er gert ráð fyrir að afléttingum sem áttu að taka gildi verður frestað til 18.ágúst næstkomandi. Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í morgun eftir að hún féllst a tillögur sóttvarnalæknis þess efnis.

Ástæða frestunarinnar er skyndileg fjölgun innanlandssmita en á þriðja tug einstaklinga hafa greinst smitaðir á undanförnum dögum. Svandís segir einhug ríkja innan ríkisstjórnarinnar um ákvörðunina og verður staðan endurmetin þegar nær dregur afléttingu takmarkana.

Svandís segir mikilvægt að almenningur slaki ekki á í sóttvörnum og spritti hendur og þvoi hendur vel. Þá mælist ráðherra til þess að tveggja metra reglan verði tekin upp að nýju.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila