Crossfit er skemmtilegt fyrir alla og hefur haft jákvæð áhrif á ímynd kvenna

Sara Sigmundsdóttir crossfitstjarna

Crossfit er mjög skemmtileg íþrótt þar sem alls konar hreyfingu og íþróttum er blandað saman og því hentar hún vel fyrir flesta og þeim sem byrja að leggja stund á crssfit finnst það mjög gaman. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Söru Sigmundsdóttur einni fremstu crossfit konu heims í  þættinum unga fólkið í dag en hún var gestur Más Gunnarssonar.

Sara segir crossfit vera mjög gott fyrir andlega heilsu enda sé íþróttin afar uppbyggjandi. Þá segir Sara að íþróttin hafi haft jákvæð áhrif á ímynd kvenna, með tilkomu crossfit hafa konur áttað sig á að þær mega leyfa sér að vera með vöðvabyggingu sem sé sýnileg og að þær þurfa ekkert að fela vöðvana

maður verður var við að stelpur þori ekki að stíga skrefið af því þær séu smeykar við að fá vöðva, en svo komast þær að því að það er bara ekkert að því að vera með sýnilega vöðva, maður verður þó var við fordóma á þann hátt að ef maður er stelpa með vöðva þá halda margir að sterar komi við sögu, það er mjög sorglegt að fólk haldi það„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila