Dæmi um að aðsúgur sé gerður að íbúum Laugavegar þegar þeir keyra heim til sín

Gunnar Gunnarsson og Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir

Dæmi eru um að gerður sé aðsúgur að íbúum Laugavegar sem fara akandi heim til sín þrátt fyrir að þeir eigi fullan rétt á því og hafa sérstakan íbúapassa meðferðis.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Gunnarssonar talsmanns Miðbæjarfélagsins og Guðfinnu Steinnunnar Svavarsdóttur íbúa við Laugaveg í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Gunnar segir aðsúginn gott dæmi um þá sundrungu sem lokunin hefur valdið og bendir á að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila. Þá segir Gunnar það rangt sem haldið er fram að lokun götunnar auki viðskipti

þykir mönnum það líklegt að verslanir væru búnar að berjast gegn þessum lokunum í áraraðir ef lokun Laugavegar væri að auka hjá þeim viðskiptin? það sér hver heilvita maður að svo er ekki, verslunarmenn sjá af fenginni hið gagnstæða, að um leið og lokað er þá hrynja viðskiptin og gullsmiðir tala um að þegar lokað hefur verið í maí þá fari þeir að sjá fyrstu núlldagana, þegar enginn kúnni kemur“segir Gunnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila