Dæmi um að fólk hafi ekki fengið lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna Covid forgangs

Inga Sæland þingmaður og formaður Flokks fólksins.

Hér á landi eru dæmi um að fólk hafi ekki fengið lífsnauðsynlega þjónustu vegna þess að allt kapp sé lagt á að Covid tengd veikindi séu í algjörum forgangi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland þingmanns og formann Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hún nefnir dæmi um að fólk sem sé haldið lífshættulegum sjúkdómum, til dæmis hjartasjúkdómum sé vísað frá og sagt að bíða, svo ekki löngu síðar hafi þetta fólk látist og útför þess farið fram.

Hún bendir á að þó ástandið sé svona núna sé vandinn ekki nýtilkominn, biðistar hafi verið vandamál löngu fyrir Covid, til dæmis hafi biðlistar inn á hjúkrunarheimili verið mjög langir um langa hríð og segir Inga að meðal annars þess vegna hafi flokkur fólksins viljað setja á fót embætti umboðsmanns eldri borgara.

Hún segir að það sé ekki heldur eina dæmið þar sem staða eldri borgara sé erfið, til dæmis eru skerðingar þeirra eldri borgara sem minnst hafa þeim afar þungbærar, kerfin tali ekki saman, sé óskilvirkt og þá sé almannatryggingakerfið stagbætt og ónýtt.

meira segja starfsfólkið á erfitt með að aðstoða þessa eldri borgara vegna þess að kerfið er ónýtt og virkar lítið sem ekkert„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila