Dagakerfi í stað kvótakerfis myndi henta íslenskum sjómönnum

Grétar Mar Jónsson skipstjóri og fyrrverandi þingmaður

Ef tekið yrði upp dagakerfi í stað kvótakerfis líkt og gert er í Færeyjum myndi það leysa talsvert af þeim vandamálum sem Íslenskir smábátasjómenn glíma við. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Grétars Mar Jónssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Grétar bendir á að með kvótakerfinu sé ákveðin freistni til þess að hirða eingöngu þann fisk sem menn fái best verð fyrir, þannig skapar kvótakerfið í raun kjöraðstæður til þess að menn hafi ástæðu til þess að henda fyrir borð þeim fiski sem sé verðlaus eða lítið fáist fyrir.

Hann segir menn hér á landi alltof fastir í þeirri hugsum að telja allt í tonnum og kílóum eins og kvótakerfið byggist á, verði dagakerfi tekið upp myndi brottkast líklega heyra sögunni til, enda hefðu menn þá hag af því að koma með allan afla í land. Skipin eru þó misstór og því þyrfti að huga af því hvernig haga ætti slíku dagakerfi, en vel væri hægt að horfa til Færeyja þegar kemur að þeim efnum, enda hafi kerfið þar reynst mjög vel.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila