Dagur B og Líf Magneudóttir leigja út íbúðir fyrir hundruði þúsunda

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti VG leigja út íbúðir í þeirra eigu fyrir hundruði þúsunda króna. Þetta kemur fram í vefútgáfu DV. Í grein DV segir að Dagur leigi út kjallaraíbúð í húsi sínu við Óðinsgötu en eins og kunnugt er þá er leiguverð í miðborginni það hæsta sem gengur og gerist á leigumarkaðnum. Þá á Líf Magneudóttir tvær íbúðir að Bræðraborgarstíg 22 og eru þær báðar í útleigu. Í grein DV segir um íbúðir Lífar:

„Önnur af íbúðum Lífar á Bræðraborgarstíg er 132,9 fermetrar og er hún leigð út á 300 þúsund krónur á mánuði samkvæmt þinglýstum leigusamningi. Hin íbúðin er 86,4 fermetrar og er leigð út á 180 þúsund krónur á mánuði. Enginn þinglýstur leigusamningur er til staðar vegna kjallarans á Óðinsgötu 8b og er ekki skylda að þinglýsa leigusamningum“

Í frétt DV er rætt við Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Samtaka leigjenda á Íslandi og segir hann Dag borgarstjóra og Líf borgarfulltrúa vera ótrúverðug þegar kemur að baráttu fyrir hagsmunum leigjenda.

„Þau ræða um leigumarkaðinn út frá sínu sjónarhorni, bæði sem leigusalar og sem borgarfulltrúar í vinfengi við þau fasteignafélög og leigufélög sem græða á leigjendum. Þau hafa í raun lagt út þennan rauða dregil fyrir fasteignafélögin, fyrir fjárfesta og eignafólk til þess að koma og græða á varnarlausum leigjendum og þráast svo við í allri kosningabaráttunni að taka upp umræðuna um velferð leigjenda og hvernig hún sé tryggð. Þetta fólk er algjörlega óhæft til að sinna hagsmunagæslu fyrir leigjendur sem borga fyrir þessa hægu uppbyggingu í Reykjavík með sífellt hærri húsaleigu. Þannig lít ég á þetta“ segir Guðmundur í viðtalinu við DV og bætir við:

„Þetta eru bara leigusalarnir sem ráða Reykjavík,“

Sjá frétt DV með því að smella hér

Deila