Danmörk bannar „andlýðræðislegar peningagjafir“ frá útlöndum

Jafnaðarmaðurinn Mattias Tesfay, innflytjendamálaráðherra Danmerkur, er öflugur í baráttunni gegn öfgaíslamismanum, sem meðal annars notar moskur til að ná fótfestu í lýðræðisríkjum.

Í Danmörku er vilji til að stöðva erlenda fjármögnun á byggingu á moskum í landinu m.a. frá löndum eins og Sádiarabíu og Qatar. Þess vegna hafa ný lög verið samþykkt sem banna „andlýðræðislagar peningagjafir.“ Áður var búið að setja lög sem banna, að öfgaíslamískir hatpredikarar komi til landsins. Lögin núna eru enn ein í röðinni til að stöðva vöxt róttæks öfgaíslamisma. Moskur eru notaðar í netverki öfgaíslamismans og „grafa undan lýðræði og grundvallar mannréttindum“ skrifar Doku.

Viðurkennd trúarfélög eru skyldug að birta ársskýrslur sínar opinberlega á skráningarsíðu Trúarbragðafélaga í Danmörku. Verða þau að gefa upp peningagjafir frá sama aðila yfir 10 þúsund danskar krónur með nafni og heimilisfangi peningagjafans.

Með nýju lögunum getur ráðherra innflytjendamála skilgreint peningagjafa sem andlýðræðislega og sett þá á bannlista. Þeir sem taka við fé frá aðilum á opinberum bannlista verða að skila peningunum til baka eða verða dæmdir til fjársekta.

Liður í baráttunni gegn öfgaíslamistum sem vilja sundra þjóðfélaginu og komast til valda

Mattias Tesfay innflytjendamálaráðherra Danmerkur segir í tilkynningu til fjölmiðla:

„Í dag reyna erlend öfgaöfl að snúa múslímskum dönskum ríkisborgurum gegn Danmörku og þar með öllu samfélagi okkar. Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarin ár, að danskar moskur hafa þegið milljónir króna meðal annars frá Miðausturlöndum. Ríkisstjórnin mun setja sig gegn slíku.

Þessi lagatillaga er mikilvægt skref í baráttunni gegn tilraun öfgaíslamista að ná fótfestu í Danmörku. Með lögunum beinum við spjótunum að peningagjöfum sem grafa undan þeim gildum, sem danska samfélagið byggir á.

Lagatillagan mun ekki leysa öll þau vandamál, sem öfgaíslamistar og andlýðræðisleg öfl eru rótin að. En tillögurnar er gott skref á leiðinni og það verður samfélaginu til hagsbóta í hvert skipti, sem við getum stöðvað andlýðræðislega peningagjöf í Danmörk.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila