Danmörk fyrsta landið í Evrópu sem sendir Sýrlendinga aftur heim

Mattias Tesfaye innflytjendamálaráðherra Danmerkur segir, að þegar hælisleytendur hafi ekki lengur þörf á vernd eigi þeir að snúa til síns heima aftur.

Daily Mail greinir frá því, að Danmörk sendi fyrst allra landa Sýrlendinga aftur heim, þar sem landið er núna talið öruggt. Eftir að dönsk yfirvöld dæmdu höfuðborgina Damaskus örugga hefur landvistarleyfum næstum 100 Sýrlendinga verið afturkölluð og viðkomandi hafðir í „heimsendingarbúðum” þar til þeir fara aftur heim. Ákvörðun danskra yfirvalda varðar að auki 350 aðra Sýrlendinga til viðbótar.

Innflytjendaráðherra Danmerkur Mattias Tesfaye segir að Danmörk hafi verið opið og heiðarlegt frá upphafi með afstöðu sína varðandi innflytjendur frá Sýrlandi. „Við höfum gert sýrlenskum flóttamönnum það ljóst, landvistarleyfi þeirra eru tímabundin og verða dregin til baka, þegar verndunar er ekki lengur þörf.”

Sýrlendingar sem missa landvistarleyfin verða sendir í heimsendingarbúðirnar en verða ekki tilneyddir að fara til baka. Gagnrýnendur segja að með þessu sé danska ríkið að setja flóttamönnunum engan annan valkost en að fara aftur til baka af frjálsum vilja:

„Við verðum að veita fólki vernd eins lengi og þörf er á. En þegar aðstæðurnar breytast í heimalandinu, þá á viðkomandi flóttamaður að fara aftur til síns heima og byggja líf sitt þar,” segir Tesfaye.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila