Danmörk hættir að bólusetja alla yngri en 50 ára

S.l. þriðjudag tilkynnti danska Lýðheilsan, að Danir muni hætta bólusetningum gegn Covid fyrir næstum alla landsmenn undir 50 ára aldri. Eina undantekningin frá reglunni gildir, ef talið er að yngri einstaklingur verði fyrir alvarlegum áhrifum af því að smitast af covid-19.

Minni hætta á að einstaklingar undir 50 ára aldri veikist alvarlega af covid-19

Á vef dönsku Lýðheilsunnar má lesa um nýjar bólusetningarreglur Danmerkur. Þar segir stofnunin, að ástæða þess, að þeir hætti að bólusetja fólk yngra en 50 ára, sé almennt minni hætta á að það veikist alvarlega af covid-19.

Jafnframt segir stofnunin að búist sé við að útbreiðsla veirunnar aukist í haust og vetur. Ástæðan fyrir bólusetningarstöðvuninni er því ekki sú að dregið hafi úr útbreiðslunni.

Dönsk yfirvöld segja ekki beint, að ástæðan fyrir því að hætt sé að bólusetja með mRNA sé sú, að áhættan sem því fylgir sé nú talin meiri en ávinningurinn fyrir heilbrigða einstaklinga yngri en 50 ára. En varla verður samt annað túlkað, þegar borin er saman væntanleg útbreiðsla veirunnar ​​​​við ráð yfirvalda að afráða bólusetningu fyrir alla heilbrigða undir 50 ára aldri.

Danir telja því núna, að flestir ráði betur við kórónuveiruna án fleiri skammta af mRNA bóluefninu. Fólk undir 50 ára sem enn verður boðið upp á covid-sprautur eru til dæmis ónæmisbældir. Það geta verið sjúklinga sem eru í krabbameinsmeðferð sem slær út ónæmiskerfi líkamans.

Vangaveltur og óvissa hafa verið um, hvort samband sé á milli lækkandi fæðingartíðni eftir að faraldurinn braust út og bóluefnin. Önnur hver kona í Svíþjóð sem varð þunguð eftir að Covid-19 braust út hefur valið að fá ekki Covid sprautu. Í augnablikinu er ekkert sem bendir til þess að barnshafandi konur í Danmörku fái að taka bóluefnið.

Sjá nánar hér

Deila