Komu í veg fyrir íslamskt hryðjuverk í Danmörku

Frá vettvangi í gærkvöld

Danska lögreglan hafði mikinn viðbúnað í Danmörku í gær og handtók 20 grunaða hryðjuverkemenn á um 20 stöðum í landinu. Markmiðið var að koma í veg fyrir hryðjuverk með herskáum íslömskum markmiðum en þeir grunuðu undirbjuggu mikið hryðjuverk í Danmörku og höfðu safnað vopnabirgðum og útvegað sprengjuefni. Lögreglan í Kaupmannahöfn leiddi aðgerðirnar sem framkvæmd var með lögreglumönnum frá sjö af tólf lögreglusvæðum í Danmörku. Danska leynilögreglan PET hafði aflað upplýsinga um hið fyrirhugaða hryðjuverk.

Lögreglan hélt blaðamannafund og lýsti aðgerðunum og sagði að margir þeirra handteknu myndu verða ákærðir fyrir hryðjuverkaundirbúning. Jørgen Bergen Skov hjá Kaupmannahafnarlögreglunni sagði að lögreglan „hefði náð öllum þeim sem leitað var eftir, þannig að enginn er frjáls ferða sinna.“

Lögreglan vildi ekki gefa nánari upplýsingar um hvaða áform hinir handteknu hefðu undirbúið en segir að eftir réttarhöld og yfirheyrslur á bak við luktar dyr muni nánari upplýsingar verða veittar. Töluvert rask varð á sumum stöðum vegna aðgerða lögreglunnar, m.a. hætti DSB lestarferðum tímabundið milli Hundige og Solrød.

Danskir fjölmiðlar flytja nánari fréttir t.d. Ekstrabladet sjá hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila