Danir útrýma hverfum með hliðarsamfélögum öfga íslamista

Ólíkt hafast Norðurlönd að í sambandi við samfélög öfgaíslamista og hlut þeirra í skotárásum og sprengjuódæðum. Nýlega hellti Fredrik Reinfeldt fyrrum forsætisráðherra Svía sér yfir Dani og ákvörðun þeirra að taka upp aukna landamæragæslu við Svíþjóð til að stöðva komu sænskra hryðjuverkamanna til Danmerkur og drepa saklausa Dani. Ásakaði Reinfeldt Dani um að refsa Svíum sameiginlega fyrir verk glæpamanna og sagði að ”við og þeir” hugsunarháttur Dana myndi leiða til styrjaldar milli ríkjanna. 


Svíþjóð undirbýr heimkomu íslamskra vígamanna eftir viðurstyggileg hryðjuverk, manndráp og limlestingar í Sýrlandi en ekki má afturkalla sænsk ríkisföng hryðjuverkamannanna og enginn vilji af hálfu sænsku ríkisstjórnarinnar að breyta lögunum. Nýlega var sex andlegum leiðtogum hryðjuverkamanna sleppt úr fangelsi í Svíþjóð ”þar sem ekki mátti vísa þeim úr landi af mannúðarástæðum”. Upplifa margir Svíar að mannúðarhugtakið sé ónýtt, þegar það er notað til að hlífa hryðjuverkamönnum.


Danir sýna mun meiri röggsemi í baráttunni gegn öfgaíslamistum en Svíar, t.d. segir Berlinske frá því að dönsk neyðarlög sem leyfa afturköllun danskra ríkisborgararéttinda hafi nýlega verið notuð í fyrsta sinn og íslamskur vígamaður verið sviptur dönskum ríkisborgararéttindum sínum. Samtímis vinnur danska ríkisstjórnin af fullum krafti að verkefni sínu að rífa upp og eyða svæðum þétt setnum innflytjendum sem verið hafa gróðrastía fyrir öfgaíslamisma og skipulagða glæpastarfsemi. Undir nafninu ”gettópakkinn” á að útrýma öllum hverfum þar sem íslömsk hliðarsamfélög hafa náð fótfestu. Markmiðið er að engin slík svæði fyrirfinnist í Danmörku ár 2030. 


Í 22 punktum ”gettópakkans” er m.a. gert ráð fyrir að fjöldi barna úr f slíkum hverfum fái ekki að fara yfir 30% í leik-og barnaskólum. Samtímis verða refsiviðurlög hert við afbrotum í úthverfum miðað við aðra staði í landinu og að fólk sem flytjist í ”svartlistuð” hverf fái félagslegar bætur skornar niður um helming.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila