Danmörk: Skyldunámskeið fyrir alla hælisleitendur um hvernig á að fara heim aftur

Mattias Tesfaye ráðherra Dana í innflytjendamálum er varkár í orðum um hversu margir þeirra sem ekki fá landvistarleyfi í Danmörku munu fara aftur til síns heima af frjálsum vilja.

Jyllands-Posten greinir frá því að Danir hafa stofnað „Heimferðarstjórnina” (Hjemrejsestyrelsen), sem aðstoðar alla þá sem ekki fá landvistarleyfi að komast aftur til sinna heima. Til að tryggja að allir hælisleitendur skilji hvað þeir eiga að gera og hvert þeir eiga að snúa sér fyrir heimferðina, þá verða innflytjendur skyldaðir að fara á námskeið í þeim málum. Mattias Tesfaye innflytjendaráðherra Danmerkur leiðir þessa þróun þar sem honum finnst að meira þurfi að gera til að hjálpa fólki að komast aftur til baka til heimalanda sinna. Mörg ríki eiga í erfiðleikum með flóttamenn sem „láta sig hverfa” þegar þeir vita að þeim mun ekki verða veitt hæli. Er það vaxandi vandamál og stuðlar að svörtu efnahagskerfi og oft bágbornum kjörum og mannréttindabrotum, þegar flóttamenn dveljast ólöglega í ríkjum t.d. í Svíþjóð og Frakklandi.

Samkvæmt Tesfaye eru margir í hæliskerfinu sem vitað er með nokkurri vissu að mun ekki verða veitt landvistarleyfi. Tvær útflytjendamiðstöðvar eru í Danmörku frá 2013 en þangað hafa hælisleitendur verið sendir fyrir heimferð. Vonast Tesfaye að Heimferðastjórninni muni takast að fá fleiri til að snúa heim af frjálsum vilja en slíkt myndi spara Danmörku töluvert fé, þar sem hver einstaklingur kostar um 300 000 danskar krónur um árið á útflytjendamiðstöðinni.

Meirihluti Folketinget kaus árið 2019 um að senda innflytjendur eins fljótt til baka til síns heima og mögulegt er. Um 1.100 manns bíða eftir að vera fluttur úr landi á útflytjendamiðstöðunum í dag.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila