Gústaf Skúlason í Svíþjóð skrifar: Danir koma á sérstöku eftirliti á landamærunum við Svíþjóð

Nick Hækkerup dómsmálaráðherra Danmerkur

Svíþjóð telst orðið svo hættulegt land, að dönsk yfirvöld sjá sig tilneydd til að koma á sérstöku eftirliti á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur til að sporna við sænskum glæpamönnum sem fara til Danmerkur til að sprengja og drepa fólk.

Á blaðamannafundi fimmtudagsmorgun sagði Nick Hækkerup dómsmálaráðherra Danmerkur, að skipulögð glæpastarfsemi í Svíþjóð væri aðamálið í Danmörku. “Við höfum séð ógnvekjandi þróun í Svíþjóð með sprengingum og auknu ofbeldi. Við höfum fylgst með þessu og ákveðið að styrkja landamæravarnir gegn Svíþjóð.

Landamæraeftirlitið tekur gildi 12. nóvember n.k.Ákvörðunin byggist á sprengjuódæðum í seinni tíð, morðum og ofbeldi glæpahópa í Danmörku, þar sem Svíar eru þáttakendur. 

”Þetta má alls ekki verða hversdagsmatur í Danmörku. Við munum tryggja öryggi Dana” segir Nick Hækkeruo.

Danska lögreglan ætlar að koma á fót miðstöð í baráttunni gegn glæpum yfir landamærin á Eyrarsundssvæðinu. Skv. DR hefur ríkisstjórn Svíþjóðar og ESB verið tilkynnt um áformin. Sjá nánar hér og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila