Danmörk þróar kórónuvegabréf til að fá að ferðast – ráðleggur engar ferðir til annarra landa núna

Magnus Heunicke heilbrigðismálaráðherra Danmerkur

Sænska útvarpið hefur eftir því danska, að verið sé að þróa kórónuvegabréf sem fólk sem hefur fengið sprautuna getur prentað út sjálft. Er um að ræða skilríki sem sýnir að viðkomandi er bólusettur gegn covid-19. Heilbrigðismálaráðuneyti Danmerkur býst við að vegabréfsins verði krafist til þess að mega t.d. ferðast til annarra landa. Þar með er það sem margir hafa lýst áhyggjum yfir á félagsmiðlum að verða að veruleika í Danmörku.

Allur heimurinn rauður

Jeppe Kofod utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag að engum væri ráðlagt að ferðast erlendis. „Núna er allur heimurinn rauður. Við getum ekki dottið við markið núna” sagði Kofod með tilliti til að bólusetningar eru hafna „Sá sem hugsar um að ferðast utanlands, látið það eiga sig” sagði Jeppe Kofod.

Ferðareglur til Danmerkur verða takmarkaðri en áður. Grundvallarreglan er að útlenskir ríkisborgarar með lögheimili í öðru landi fá ekki að koma inn í landið. Frá þeirri reglu eru undantekningar, fólki er sleppt inn ef það er með neikvætt covid próf og/eða hefur gilda ástæðu til að koma inn í landið. Nýju reglurnar gilda milli 10. og 17. janúar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila