Danska krafan: „Farseðill aðra leiðina heim fyrir innflytjendur sem fylgja ekki reglum okkar“

Úr þingsal danska þingsins (Mynd danska þingið)

Berlinske greinir frá því að í fyrsta skipti sjáist skriflegur sharíasamningur sem æðstiprestur, Imam, í Odense í Danmörku hefur gert fyrir konur og þær verða að skrifa undir og samþykkja ef þær vilja hjónaskilnað. Meðal annars má konan ekki hitta neinn annan karlmann eða „vanæra heiður fjölskyldunnar“ eftir skilnaðinn. Margir stjórnmálaflokkar í Danmörku krefjast breytinga á lögum vegna málsins.

Í sharíasamningnum sem byggir á múslímskum sharía lögum stendur að konan verði að borga mótsvarandi einni og hálfri milljón íslenskra króna til að geta skilið við manninn. Hún verður að lofa að kenna börnunum Kóraninn, kenna þeim arabísku og biðja fimm sinnum á dag. Samkvæmt „samningnum“ missir konan forræðið yfir börnunum ef hún byrjar sambúð með öðrum manni eftir hjónaskilnaðinn.

Ríkisstjórnin lofar að stöðva „vitleysuna“

Engar tölur eru til í Danmörku um hversu algengir slíkir sharíasamningar eru en eftir uppljóstrun Berlinske hafa margir stjórnmálaflokkar krafist hertrar löggjafar til að tryggja rétt kvennanna. M.a. krefst Sósíalíski Folkeparti SF að „félagslegt eftirlit“ verði bannað eftir sömu reglum og sálfræðilegt ofbeldi sem getur haft í för með sér 3 ára fangelsisdóm. Halime Oguz hjá SF segir „Hefðum við gert það fyrr er ég örugg um að æðstipresturinn hefði hugsað sig tvisvar um áður en hann skrifaði slíkan samning.“

Borgaralega Vinstri vill einnig herða á löggjöf gegn æðstuprestunum: „Ef þeir geta ekki lifað eftir dönskum lögum og reglum geta þeir sem skjótast fengið miða aðra leið út úr landinu.“

Danski Alþýðuflokkurinn krefur ríkisstjórnina svars og hefur kallað ráðherra innflytjendamála á fund. Pia Kjærsgaard segir að „hann verður tilneyddur til að gefa skýringu – en einnig að grípa til aðgerða. Þetta er ekki neitt sem við getum litið fram hjá.“

Kaare Dybvad Bek tilskipaður ráðherra í málefnum innflytjenda segir að ríkisstjórnin muni gera allt til að stöðva „vitleysuna“ og herða á löggjöfinni: „Við verðum að kanna hvar við getum skerpt lögin þannig að konurnar fái sama öryggi og allir aðrir sem eiga heima í Danmörku.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila