Danskur stjórnmálamaður spáði því 2013 að „Svíþjóð verður Líbanon Norðurlanda“

Moskan í Malmö. Mogens Camre á innfeldri mynd. (Wikicommons/jorchr)

Danski stjórnmálamaðurinn Mogens Camre sá fyrir, að Svíþjóð yrði „Líbanon Norðurlanda.“ Það skrifaði hann í pistli á Facebook þegar ár 2013. Mogens Camre var í rúm tuttugu ár þingmaður fyrir danska sósíaldemókrata á þinginu í Danmörku á árunum 1968-1987. Síðar gekk hann í Dansk folkeparti og var ESB-þingmaður þeirra í tíu ár á árunum 1999-2009.

Camre grunaði snemma að grannlandið Svíþjóð fengi vandamál vegna hins mikla fjölda innflytjenda til landsins. Han spáði því, að Svíþjóð „myndi hrynja“ sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir önnur Norðurlönd. Í innleggi á Facebook 2013 spáði hann, að Svíþjóð yrði að lokum að Líbanon Norðurlanda:

„Án umfangsmikilla kerfisskifta í stjórnmálunum munu Svíar neyðast til að taka málin í eigin hendur en ríkisstjórnin mun trúlega berja niður sitt eigið fólk í staðinn fyrir erlendu yfirtökuöflin. Með fylkingu íslams í landinu mun Svíþjóð verða að Líbanon Norðurlanda og þar með mun hið frjálsa, lýðræðislega „alþýðuheimili“ falla í gleymsku.“

Camre var dæmdur fyrir rasisma árið 2015 eftir að hann líkti múslímum við Adolf Hitler á Twitter: „Um stöðu Gyðinga í Evrópu: Múslímarnir munu taka við, þar sem Hitler hætti. Aðeins sama meðhöndlun og Hitler fékk getur breytt stöðunni“ skrifaði Camre þá. Mogens Camre dó í desember 2016, þá 80 ára gamall.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila