Dauðatölurnar hækka í Íran vegna mótmæla gegn morði „siðalögreglunnar“ á 22 ára Mahsa Amini – hún bar ekki slæðuna „rétt“

Mótmælt í miðborg Teheran s.l. miðvikudag (mynd sksk ET).

Íran er áfram í uppnámi vegna mótmælanna í kjölfar dauða 22 ára konu, Masha Amini, sem var myrt í fangelsi. Hún var handtekin af siðferðislögreglu Írans fyrir að hafa ekki hulið hár sitt nægilega vel með slæðunni. Stjórnin hefur lokað internetinu í hluta Teherans og Kúrdistans. Tala þeirra sem týna lífinu í mótmælunum hækkar stöðugt. Opinberlega er sagt að um 20 hafi dáið en mannréttindasamtök og alþjóðastofnanir halda því fram, að tala látinna sé miklu hærri.

Óttast að mótmælendur verði drepnir á meðan slökkt er á Internet

Konur í Íran brenna slæður sínar og hrópa „Kona, líf, frelsi!“ Margar konur birta myndbönd á samfélagsmiðlum, þar sem þær klippa hár sitt í mótmælaskyni. Í tilraun til að stemma stigu við vaxandi mótmælahreyfingu hefur Íran nú lokað internetinu í hlutum Teheran og Kúrdistan og einnig lokað á Instagram og Whatsapp samkvæmt The Guardian. Azadeh Akbari, sem rannsakar neteftirlit við háskólann í Twente í Hollandi, segir við blaðið:

„Samfélagsmiðlar eru mikilvægir til að virkja mótmælendur, ekki aðeins til að samræma samkomur heldur einnig til að efla mótspyrnu.“

Íranskur aðgerðarsinni, sem býr í útlegð á Spáni, segist hafa áhyggjur af því að lokun Internets ógni öryggi þeirra sem mótmæla alvarlega:

„Í nýlegum mótmælum lokuðu stjórnvöld internetinu í nokkra daga í senn. Á þeim tíma voru mótmælendur handteknir og drepnir.“

Stuðningsmótmæli víða

Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir að dauði konunnar verði rannsakaður en samtímis sakar hann vesturveldin um hræsni. Jafnframt leggur hann áherslu á að skýrsla dánardómstjóra bendi ekki til misnotkunar lögreglu. Raisi sagði við fréttamenn í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna: „Verið viss um, að málið verður örugglega rannsakað.“

Bandaríkin tilkynna að þau beiti siðferðislögreglu Írans refsiaðgerðum. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir í yfirlýsingu, að lögreglan beri ábyrgð á dauða Mahsa Amini. Yllen sagði:

„Mahsa Amini var hugrökk kona en dauði hennar í haldi siðferðislögreglu var enn eitt hrottalegt athæfi öryggissveita íranska stjórnarhersins gegn eigin þjóð.“

Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands sagði við fréttamenn í tengslum við fund allsherjarþings SÞ. að morðið á Mahsa Amini væri „árás á mannkynið – við stöndum með hugrökkum írönskum konum.“

UN Women sagðist hafa miklar áhyggjur af dauða Amini og kallar eftir óháðri rannsókn.

„Nákvæmar orsakir og aðstæður í kringum andlát hennar eru enn óljósar. Það sem er ljóst er, að hún var handtekin og meðhöndluð á þann hátt sem brýtur í bága við grundvallarmannréttindi.“

Mótmæli kvennanna vekja einnig tilfinningar erlendis og hafa stuðningsmótmæli verið skipulögð víða um heim. Mörgum írönskum konum sem búa erlendis finnst að örlög Amini gætu allt eins hafa verið þeirra eigin. Í Stokkhólmi söfnuðust nokkur hundruð manns á Sergels torg á laugardag til að sýna samstöðu með konum í Íran.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila