Heimsmálin: Deutsche Bank riðar til falls

Deutsche Bank riðar nú til falls, og hefur þegar sagt upp 18.000 starfsmönnum og hefur virði bankans hríðfallið að undanförnu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í Danmörku í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í gær en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur segir hlutabréf í bankanum hafi fallið svo mikið að stutt sé í að hlutabréfin hætti að verða talin lánshæf og gerist það, sé þess ekki langt að bíða að örlög bankans verði ráðin

þetta hefur hríðfallið, komið niður í 7,50 evrur úr 95 evrum á nokkrum árum, og ef það fer niður fyrir 5 þá þýðir það að hlutabréfin eru ekki lengur lánshæf, þá koma lánshæfisköllin og þá er bankinn farinn, ég tel að þetta sé eitthvað sem væri áhugavert að fylgjast með í haust“,segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila