Franski herinn sendur til Dijon til að stöðva vopnuð átök arabískra og téténskra glæpahópa

Svona er ástandið á götum Dijon í Frakklandi

Franska borgin Dijon hefur breyst í stríðsvöll vegna vopnaðra átaka innflytjendahópa frá Téténíen og Norður-Afríku. Daily Mail segir ástandið svo alvarlegt að Frakkland neyðist til að beita hernum svo allt fari ekki úr böndunum.
Myndbönd á félagsmiðlum sýna þungt vopnaða grímuklædda Téténa sem hóta að hefna sín á aröbum staðarins. Í fyrri viku var 16 ára gömlum Téténa misþyrmt af arabískum glæpahópi og verið að rannsaka hvort um morðtilræði sé að ræða. Daily Mail skrifar: 

„Átökin hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Téténísk glæpagengi viðriðin  eiturlyfjasölu og aðra glæpastarfsemi eru í vopnuðum átökum við aðra glæpahópa að sögn lögreglunnar. Vopn eins og Kalasjnikovs hríðskotabyssur og kylfur sjást opið á götum úti og skotið er úr byssum. Fólk er lífhrætt. Að minnsta kosti 10 hafa særst og sumir alvarlega í þessum átökum”.


Stór hópur lögreglumanna er nú í Dijon til að stöðva stríð glæpahópanna og hefur lögreglan notið stuðnings hersins í aðgerðunum samkvæmt Daily Mail

Vopnaðir Téténir vilja hefna sín vegna misþyrmingar araba á einum landsmanna þeirra. Téténir eru flóttamenn frá Téténíu sem er hluti Rússlands en Téténia hefur staðið í tveimur blóðugum styrjöldum síðustu 26 ár. Sjá hér.

Skothrinurnar bergmáluðu í Dijon

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila