Djúpríkið með sína menn um allt kerfið

Alþingi ræður aðeins rétt um 30% hér á landi en á bak við tjöldin stjórnar djúpríkið mestu. Þetta var meðal þess sem fram kom í síðdegisútvarpinu í dag þar sem meðal annars var fjallað um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur i máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og djúpríkið.

Í þættinum ræddu þau Arnþrúður og Pétur um hvernig djúpríkið hefir komið fyrir sínu fólki innan kerfisins

djúpríkið og krumlurnar eru á bak við tjöldin, og hvaða leið fara þeir?, jú þeir fara þá leið að þeir eru alls staðar með sína menn inni í kerfinu, þeir eru inni í dómstólunum líka, hins vegar vil ég ekki halda því fram að dómarar hlýði í einu og öllu, það er ekki það sem ég er að segja, heldur eru það smitáhrifin. “ segir Arnþrúður.

Ummælin standa

Arnþrúður segir að þau ummæli sem mál Reynis gagnvart henni snerist um standi óhögguð af sinni hálfu, enda hafi hún áfrýjað málinu. Arnþrúður segir að hún ætli að fara með málið áfram og bendir á að málið snúist um tjáningarfrelsi, auk þess hafi dómari málsins lagt henni hugsanir og orð í munn og sett fram sína eigin túlkun á ummælunum.

Arnþrúður hefur áður fjallað um starfsemi djúpríkisins og ritaði pistil um hvernig starfsemi djúpríkisins fer fram en til þess að lesa þann pistil má smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila