Djúpstæð gremja í Brussel yfir sjálfstæðri stefnu Póllands og Ungverjalands – gengu af fundi og beittu neitunarvaldi gegn fjárlögum ESB

Forsætisráðherra Ungverjalands Viktor Orban (t.v.) og forsætisráðherra Póllands Mateusz Morawiecki (t.h) láta ekki ESB komast upp með fjárkúganir. Hafa beitt neitunavaldi til að stöðva fjárlög ESB sem vakið hefur gríðarlega reiði í Brussel.

Mikil reiði hefur gripið um sig í ESB-hirðinni í Brussel vegna beitingu Póllands og Ungverjalands á neitunarvaldi sínu gegn samþykkt fjárlaga ESB og samþykki lántöku ESB fyrir s.k. kórónuneyðarsjóð sambandsins. Gengu fulltrúar landanna af fundi s.l. mánudag um fjárlög sambandsins og neituðu að samþykkja nýmælin að refsa megi aðildaríkjum sem ekki fylgja fyrirmælum ESB. Löndin beittu neitunarvaldi gegn samþykkt fjárlaga ESB. Ná margir af hörðustu stuðningsmönnum alríkishugmyndar ESB ekki upp í nef sér af bræði yfir þeim „dónaskap” sem löndin tvö Ungverjaland og Pólland sýna sambandinu með beitingu neitunarvaldsins. Útvarp Saga hefur áður greint frá nýjum þvingandi kröfum ESB um að aðildarríki „fylgi reglum réttarfarsríkisins” þ.e.a. s. hlýði yfirvaldi ESB og ef ekki þá geti framkvæmdastjórnin beitt efnahagslegum refsingum. ESB hótar að útiloka Pólland og Ungverjaland frá lögbundnum fjárlögum sambandsins ef löndin hætti ekki að óhlýðnast Brussel.

Rætt um að koma Póllandi og Ungverjalandi út úr ESB

Núna ganga stjórnmálamenn saman í aðildarríkjum ESB í áróðri gegn löndunum tveimur t.d. segir forsætisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven að löndin verði að samþykkja kröfur ESB um „reglur frjálslynda lýðræðisins” án þess að skýra hvað það er. Angela Merkel hélt fund með fulltrúum Ítalíu, Spánar, Portúgal og Svíþjóðar á miðvikudaginn og skv. sænska forsætisráðherranum var mikill stuðningur í hópnum fyrir nýju reglunum um að refsa beri ríkjum með fjársektum ef þau ð framfylgja ekki „reglum réttarfarsríkisins og lýðræðisins.” Móderatar og Sósíaldemókratar eru einhuga í afstöðunni til óþekku ríkjanna: „Við víkjum ekki af braut ESB” segja bæði Helene Fritzon hjá Sósíaldemókrötum og Tomas Tobé hjá Móderötum. „Mér finnst Ungverjaland og Pólland vera með svínslegar aðferðir sem kemur öllu ESB í grafalavarlelgt ástand,” segir Fritzon. Núna heyrast raddir um að Ungverjaland og Pólland yfirgefi sambandið, því „það eru til takmörk í Evrópusamstarfinu” segir Tobé.

ESB hefur lengi verið í nöp við Ungverjaland og Pólland

ESB hefur lengi reynt að þvinga löndin til að gangast undir kvótareglur flóttamanna en Ungverjaland og Pólland hafa eigin afstöðu til varðveislu menningar landanna og að standa vörð um líf og heilsu íbúanna t.d. gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum og hafa því neitað að taka við flóttamönnum eins og ESB vill. Þá hefur ESB reynt að koma höggi á Pólland sem vinnur í málum tengdum uppgjöri við kommúníska fortíð sína m.a. með því að losa sig við hluta gamals dómskerfis sem ESB hefur sett sig gegn. Varðandi Ungverjaland þá hefur ESB reynt að hengja sig á neyðarlög um kórónufaraldurinn og að ríkisstjórnin breytti lögum til að koma í veg fyrir að George Soros gæti rekið áróðursmiðstöð í landinu. Einnig telur ESB að mál hinsegin fólks fái ekki nægjanlegt rými.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila