Símatíminn: Aðkoma dómara að gerð laga gæti verið ígildi hagsmunagæslu.

Dómarar ættu alls ekki að vera í þeirri stöðu að koma að því aðstoða lagasetningavaldið í því að móta ný lög því það getur haft áhrif á störf dómarans. Það á að vera algjör aðskilnaður á milli dómsvalds- framkvæmda-og löggjafarvalds og hafið yfir allan vafa.

Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Línan laus í morgun en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson um hugsanlegt vanhæfi dómara sem koma að gerð laga. 

Slík aðkoma dómara að lagasetningu getur verið  ígildi hagsmunagæslu, þess vegna eiga dómarar bara alls ekki að koma að því að semja lög, bara alls ekki“sagði Arnþrúður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila