Dómsmálaráðherra Noregs: Að brenna kóraninn er hluti af málfrelsinu

Jøran Kallmyr dómsmálaráðherra Noregs

Dómsmálaráðherra Noregs Jøran Kallmyr segir það – að kveikja í heilögu riti íslams – kóraninum, sé hluti af málfrelsinu sem fólk verði að samþykkja. Norska blaðið VG sagði nýlega frá því, þegar norsk íslamagagnrýnin samtök ”Stoppa islamiseringen av Norge” (SIAN) brenndu kóraninn á útifundi í Kristianstad fyrir nokkru. 

Atburðurinn skapaði miklar umræður í Noregi og vakti einnig athygli á alþjóðavettvangi, þegar íslamistar í Pakistan svöruðu með því að brenna norska fánann. Spurningin hefur verið, hvort það eigi að leyfa eða banna innan ramma málfrelsisins að brenna kóraninn. Til átaka kom á útifundinum í Kristiansstad þegar ráðist var á meðlimi SIAN en lögreglan skakkaði leikinn.

”Jafnvel þótt við leggjumst gegn því að brenna kóraninn, þá verðum við að samþykkja það í okkar samfélagi þar sem málfrelsi gildir og að brenna kóraninn er hluti þess málfrelsis”, segir dómsmálaráðherra Noregs Jøran Kallmyr skv. VG. Ráðherrann bendir á að íslam er hvorki einstaklingur né hópur heldur trúarbrögð sem hljóta að þola gagnrýni. Þannig virkar málfrelsið en allir skilja það ekki. ”Útlensk öfl eiga heldur ekki að ákveða hvaða lög og reglur gilda í Noregi” segir ráðherrann.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila