Dómstóll í Hollandi ógildir útgöngubann yfirvalda vegna farsóttarinnar – ekki byggt á lögum

Mótmælandi handtekinn í Hollandi fyrir að mótmæla og hafa brotið gegn útgöngubanni yfirvalda sem dómstóll sagði ólögleg í morgun.

Reuters og fleiri fjölmiðlar greina frá því, að dómstóll hafi í morgun sagt útgöngubann ríkisstjórnarinnar í Hollandi vegna farsóttarinnar vera ólöglegt og beri tafarlaust að afnema það. Útigöngubanninu var komið á 23. janúar og átti að gilda til 3. mars n.k. og gildir frá kl. 21.00 á kvöldin fram á 04.30 næsta morgun. Þetta er fyrsta útgöngubann í Hollandi síðan á stríðstímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Útgöngubannið hefur verið gagnrýnt gríðarlega og leiddi til róstursamra mótmæla og átaka. Ríkisstjórn Hollands segist ætla að kynna sér og fara yfir niðurstöðu dómsins áður en ákvarðanir verða teknar um framhaldið.

Útgöngubanninu var mótmælt mörg kvöld í röð í mörgum borgum Hollands þegar því var komið á. Mótmælt var í borgum eins og Amsterdam og á stöðum eins og Den Bosch, Zwolle, Amersfoort, Alkmaar, Hoorn, Gouda. Mörg hundruð manns voru handtekin í mótmælunum og yfir 5.700 manns voru sektaðir fyrir brot á banninu.

Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila