EU-dómstóllinn dæmir Ungverjaland, Tékkaland og Pólland fyrir brot gegn reglum ESB – neituðu að taka á móti kvótaflóttamönnum

Lögbrjótar ESB f.v. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands, Andrej Babis forsætisráðherra Tékkalands og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands

Í liðinni viku féll dómur ESB-dómstólsins í kærumáli ESB gegn Ungverjum, Tékkum og Pólverjum fyrir að neita að taka á móti kvótaflóttamönnum. ESB ákvað 2015 að taka á móti 160 þúsund flóttamönnum og dreifa á aðildarríkin en löndin þrjú neituðu að fylgja þeim fyrirmælum. Dómurinn segir að löndin hafi brotið lög ESB með neitun sinni að fylgja ákvörðun ESB. 


Ursula von der Leyen forseti ESB er yfir sig ánægð: ”Þessi dómur er mikilvægur. Hann vitnar til þátíðar en er vegleiðandi fyrir framtíðina. Dómstóllinn var afskaplega skýr varðandi ábyrgð aðildarríkja.”ESB mun leggja fram nýjan flóttamannapakka eftir páska.


Dóminn má lesa á ensku hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila