Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Biden fjölskylduna vera „skipulagða glæpafjölskyldu“

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti fv. varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden og fjölskyldu hans sem „skipulagðri glæpafjölskyldu“ á fundi á föstudaginn. Var forsetinn að vísa til nýrra frétta um son Joe Biden, Hunter Biden, sem hafði fengið hagstæða erlenda samninga ekki aðeins við úkraínska orkufyrirtækið Burisma heldur einnig við stórfyrirtæki í Kína. „Ég segi ykkur það, ég tel þetta vera skipulagða glæpafjölskyldu,“ sagði forsetinn á fundi með eldri borgurum í Flórída.

Eins og peningaryksuga

Trump vitnaði einnig á fimmtudaginn í nýjar uppljóstranir sem birtust í New York Times um tölvubréf Hunter Biden til kommúnista og stórfyrirtækja í Kína, þar sem Biden fer fram á 10 milljón dollara greiðslu fyrir „kynningu“ svo og „miklu fleiri og hagstæðari samskipti sem eru mun áhugaverðari fyrir mig og fjölskylduna.“ Trump lýsti Hunter Biden: „Hann er eins og ryksuga. Hann eltir föður sinn og safnar saman. Hvílík skömm. Þetta er glæpafjölskylda.“ Trump sagði einnig að „Glæpafjölskylda Biden gerði það að verkum að Hillary Clinton virtist vera viðvaningur.“

Demókratar segja allar ásakanir vera áróður frá Kreml

Adam Schiff fulltrúi Demókrata og formaður öryggisnefndar Bandaríkjaþings segir í viðtali við CNN, að ásakanir á hendur Hunter Biden og föður hans Joe Biden séu „áróðursherferð frá Kreml.“ Það sama sagði Joe Biden sjálfur, þegar Bo Erickson blaðamaður bað hann um að segja álit sitt á fréttum New York Post (sjá hér að neðan). Sumir fjölmiðlar hafa eytt miklu púðri í að segja frá „upplýsingaárásum Rússa“ til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Washington Post segir að Hvíta húsið hafi verið varað við því, að Giuliani fv. borgarstjóri New York og núverandi lögmaður Bandaríkjaforseta hafi verið skotmark rússnesku leyniþjónustunnar til að koma villandi upplýsingum á framfæri við Donald Trump. Viðgerðarmaðurinn sem fékk tölvu Hunter Biden til viðgerðar lét FBI hafa tölvuna og sendi Giuliani afrit af harðdisknum, en Giuliani lét New York Times fá upplýsingarnar eftir að hafa rannsakað áreiðanleika þeirra í þrjár vikur. Repúblikanski þingmaðurinn Ron Johnson þrýstir nú á FBI að staðfesta eða vísa burtu þeim upplýsingum sem lekið hafa út um innihaldið í tölvu Hunder Biden.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila