Donald Trump Bandaríkjaforseti segir kosningarnar 2020 brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna

Að sögn Epoch Times þá segir Donald Trump í nýjum færslum á Twitter að kosningarnar brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Margar ákærur sem komið hafa fram um allt land eru ekki af okkar hálfu heldur af hálfu þeirra sem hafa orðið vitni að mikilli lögleysu. Við munum fljótlega leggja fram kæru sem sýnir að kosningarnar 2020 ganga gegn stjórnarskránni og einnig þau hneykslismál sem gripið var til í skyni að breyta útkomu kosninganna!“ skrifar Trump 15. nóvember.

Trump endurtók kröfuna um ógildingu á banni demókrata sem ekki leyfðu eftirlitsmönnum Repúblikana að vera viðstöddum atkvæðatalningu eins og þeir eiga rétt á skv. lögum. Trump vann kosningarnar í Pennsylvaniu ár 2016. Einnig gagnrýnir hann harðlega endurtalningu atkvæða í Georgia: „Falska endurtalningin í Georgia er þýðingarlaus, þar sem ekki er leyft að skoða og bera saman undirskriftir á atkvæðaseðlum.“

Munur á reglum póstatkvæða og svo kallaðra „absentee“ atkvæða milli fylkja

Vegna kórónufaraldursins hafa atkvæðaseðlar verið sendir út til allra kjósenda í sumum fylkjum Bandaríkjanna. Hefur sú tilhögun skapað gríðarlegt öngþveiti og deilur um réttmæti atkvæða með pósti. Ekki bætir úr skák að yfirvöld sérhvers fylkis hafa eigin reglur sem geta verið mjög ólíkar á milli ríkja eins og sjá má hér. Reglan hefur verið sú að kjósendur geta beðið um að fá kjörseðil sendan heim til að kjósa ef þeir einhverra hluta vegna geta ekki mætt á kjörstað á kosningadag. Slík atkvæði eru kölluð „absentee“ atkvæði og gilda einnig mismunandi reglur um meðferð þeirra eftir fylkjum. T.d. gildir í sumum fylkjum að kjósandinn verður að koma sjálfur með atkvæðið á kjörstað eða senda einhvern með umboð fyrir sig. Í öðrum fylkjum má senda atkvæðið með pósti. Þessar mismunandi reglur skýra hversu ólíkt gengur að telja og skera úr um vafaatkvæði milli fylkja í Bandaríkjunum.

Fylkisstjóri Kaliforníu braut stjórnarskrá með tilskipun um að senda póstatkvæði til allra kjósenda

Gavin Newsom

Sem dæmi um óreiðuna í kosningamálunum þá ákvað fylkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, einhliða að breyta kosningalögum vegna kórónufaraldursins og fyrirskipaði að allir kjósendur gætu greitt póstatkvæði í ár. Voru atkvæðaseðlar sendir heim til allra kjósenda. Hins vegar dæmdi Sarah Heckman dómari Hæstaréttar í Sutter County tilskipun Newsom ólöglega og brot á stjórnarskrá fylkisins, þar sem „fylkisstjórinn gæti ekki einn og sér fyrirskipað breytingu kosningalaga.“ Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila