Donald Trump hefur opnað heimasíðu 45. forseta Bandaríkjanna á netinu

Donald J. Trump 45. forseti Bandaríkjanna er stöðugri á fótunum en númer 46 og hefur opnað heimasíðu skrifstofu sinnar á netinu.

Á glænýrri heimasíðu 45. forseta Bandaríkjanna, Donald J. Trump, segir að:

„Skrifstofa Donald J. Trump er skuldbundin að varðveita hina stórkostlegu arfleifð eftir ríkisstjórn Trumps og samtímis efla stefnuna um Bandaríkin í fyrirrúmi.

Með borgaralegri þátttöku og opinberri virkni mun skrifstofa Donald J. Trump leitast við að upplýsa, fræða og veita Bandaríkjamönnum alls staðar að innblástur, um leið og við leitumst við að byggja upp raunverulega, mikilfenga framtíð í Bandaríkjunum.

Í gegnum þetta starf mun Trump forseti vera óþreytandi baráttumaður fyrir hart stritandi menn og konur hins frábæra lands okkar – og rétt þeirra til að lifa í öryggi, virðingu, velmegun og friði.“

Heimasíðan er hönnuð svo utanaðkomandi eigi auðvelt að ná sambandi við Donald J. Trump og koma á framfæri ýmsum málum. Einnig er kynning á forsetahjónunum fyrrverandi ásamt sérsíðu fyrir fjölmiðlamenn sem vilja komast í samband við 45. forsetann. Segir m.a.:

„Donald J. Trump hleypti af stokknum sérstæðustu stjórnmálahreyfingu sögunnar, felldi stjórnmálaveldi, sigraði valdaaðila í Washington og varð fyrstur kjörinna forseta Bandaríkjanna sem var raunverulega utanaðkomandi. Lifandi kosningabarátta hans markaði tímamót, þegar í ljós kom, að skoðanakannanir, spekingar, spámenn og stóru fjölmiðlarnir höfðu stórkostlega rangt fyrir sér. Hann virkjaði kjósendur með stórfelldum mótmælafundum, náði hjörtum og huga Bandaríkjanna með sýn sinni á endurnýjun þjóðarinnar og sigraði nánast allar rótgrónar valdastofnanir – pólitískar og efnahagslegar – og náði afgerandi sigri og vann ríki sem enginn forsetaframbjóðandi repúblikana hafði unnið áratugum saman.“

„Gleymdu mennirnir og konurnar í Bandaríkjunum gleymdust ei lengur, því loksins fengum við forseta, sem setti Bandaríkin í fyrsta sæti.“

Ferill 45. forsetans er rakinn í mun lengra máli og í lokin segir:

„Hvort sem það var í baráttu gegn veirunni, baráttu gegn erlendum hryðjuverkamönnum, við sköpun starfa, tryggingu landamæra Bandaríkjanna, að leysa bandaríska orku úr læðingi, glæða nýju lífi í bandarísku ættjarðarástina eða endurreisa anda Bandaríkjanna, þá hvikaði Trump forseti aldrei frá vörnum gilda okkar, fjölskyldum okkar, hefðum okkar og okkar frelsi.“

„Trump forseti veit, að svo lengi sem vér höfum trú á meðborgurum vorum, landi voru og Guði vorum, þá eru bestu dagar Bandaríkjanna framundan.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila