Donald Trump kærir CNN fyrir rógburð og krefst 475 milljónir dollara í skaðabætur

Donald Trump hefur kært sjónvarpsrisann CNN fyrir meintar ærumeiðingar og krefst nú skaðabóta upp á 475 milljónir dollara – jafnvirði um 69 milljarða króna – samkvæmt Reuters.

Að sögn forsetans fyrrverandi hefur CNN stöðugt haft uppi rógburð til að vanæra hann og samkvæmt kærunni og skrifum lögfræðinga Donald Trump:

„verið með röð sífellt hneykslanlegra, rangra og ærumeiðandi uppnefninga eins og „rasisti“ – „rússadindill“ – „óeirðaseggur“ og að lokum „Hitler.“

Stefnan var lögð inn hjá dómstól í Fourth Lauderdale. Trump heldur því fram, að CNN hafi notað víðtækt áhrifavald sitt í þeim tilgangi að koma honum pólitískt á kné:

„Fyrir utan að einfaldlega að draga fram allar neikvæðar upplýsingar um stefnanda og hunsa allar jákvæðar upplýsingar um hann, hefur CNN reynt að beita gríðarmiklum áhrifum sínum, að því er sagt er sem „traust“ fréttastofa, til að rægja stefnanda í huga áhorfenda og lesenda í þeim tilgangi að leggja hann stjórnmálalega að velli.“

Í 29 blaðsíðna málshöfðuninni skrifar hann, að fyrirtækið hafi gagnrýnt hann í nokkur ár en árásirnar hafi stigmagnast undanfarna mánuði.

CNN hefur neitað að tjá sig um atvikið, samkvæmt The Guardian.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila