Donald Trump spáir því, að repúblikanar vinni þingið 2022 og Hvíta húsið 2024

Trump spáir sigri repúblikanaflokksins á þingi 2022 og að þeir muni einnig vinna Hvíta húsið 2024.

Donald Trump, fyrrverandi forseti, sagði í ræðu með stuðningsmönnum repúblikanaflokksins á laugardaginn, að repúblikanaflokkurinn myndi vinna báðar deildir Bandaríkjaþings árið 2022 og forsetaembættið 2024.

„Við erum saman komin í kvöld til að ræða framtíð repúblikanaflokksins – og hvað við verðum að gera til að frambjóðendur okkar verði sigursælir“ sagði Trump. „Ég stend fyrir framan ykkur í kvöld sannfærður um, að við munum endurheimta fulltrúardeildina ár 2022 og við munum stefna að því að endurheimta öldungadeildina – og síðan mun frambjóðandi repúblikana vinna Hvíta húsið árið 2024 .“

Trump sterkari en nokkru sinni áður

Trump lét þessi orð falla á hátíðarræðu á gjafaþingi repúblikana í Flórída. Trump sagði einnig, að hann vildi stækka repúblikanaflokkinn. Jason Miller, aðstoðarmaður og talsmaður Trumps sagði við Newsmax sama dag, að fv. forseti myndi leggja áherslu á að vinna öldungadeildina og fulltrúadeildina aftur.

„Augljóslega er ég hlutdrægur, því ég vona að Trump fv. forseti bjóði sig aftur fram“ sagði Miller. „Ég held líka, að við munum sjá Trump forseta fara á eftir Joe Biden aftur.“ Miller benti á, að ólíkt Trump, hefðu aðrir forsetar t.d. George W. Bush, Barack Obama og Bill Clinton hefðu ekki stjórnmálalegan vind í seglin, þegar þeir yfirgáfu embættið. „Hann er sterkari en nokkru sinni áður og árið 2024 verður hann langvinsælasti frambjóðandi repúblikana“ sagði Miller.

Joe Biden hefur afbakað málin við landamærin

Ráðgjafi Trumps sagði, að það sem Joe Biden forseti „hafi gert við landamærin sé algjör afbökun bæði varðandi mansal og eiturlyfjasölu og einnig þeirrar staðreyndar, að fólk sem ekki hefur verið prófað fyrir COVID, er að koma til landsins. Þegar Biden sagðist ætla að veita 11 milljón ólöglegum innflytjendum ríkisborgararétt, þá sendi hann út skilaboð um alla heimsbyggðina – Hæ, komdu til landamæra okkar. Hafðu engar áhyggjur af því hvort þú komist inn eða ekki, ef þú kemur hingað, þá munum við leyfa þér að koma inn og þú færð að vera.“

Í ræðu sinni á laugardag gat Trump þess ekki, hvort hann færi í forsetaframboð aftur en í ræðu á þingi íhaldsmanna í lok febrúar sagði Trump, að hann „gæti unnið í þriðja sinn. Ég velti fyrir mér hver það verður“ sagði hann við fagnaðaróp um hugsanlegan forsetaframbjóðanda repúblikana. „Hver, hver, hver verður það? Ég velti því fyrir mér. “

Joe Biden er sá elsti sem tekið hefur við embætti forseta Bandaríkjanna í sögunni og hann segist ætla að bjóða sig fram til endurkjörs árið 2024. „Svarið er já, ætlun mín er að bjóða mig fram til endurkjörs. Það er mín von“ sagði hann á fyrsta blaðamannafundi sínum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila