Donald Trump tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels 2021

Norskur lögfræðingur hefur tilnefnt Donald Trump til friðarverðlauna Nóbels 2021 vegna samkomulags Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Christian Tybring-Gjedde, norskur þingmaður setur fram tillöguna og sagði við Reuters: „Það er vegna framgöngu hans til friðar á milli Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Mér finnst hann hafa komið meiru til leiðar í friðarumleitunum milli þjóða en flestir aðrir tilnefndir til friðarverðlaunanna.”

Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin samþykktu í síðasta mánuði að koma á fullum eðlilegum ríkjasamskiptum. Leiðtogar beggja ríkjanna undirstrikuðu hlut Trumps í því að gera samkomulagið mögulegt. Sameinuðu furstadæmin hættu sniðgöngu Ísraels í lok ágúst og fyrsta flug frá Ísrael lenti í Abu Dhabi 31. ágúst s.l.

Christian Tybring-Gjedde segir að „búast megi við að önnur ríki Miðausturlanda muni fylgja í fótspor Sameinuðu arabísku furstadæmanna vegna samkomulagsins sem þá mun gjörbreyta Miðausturlöndum í svæði samvinnu og velferðar. Trump hefur svo sannarlega rofið 39 ára ferli bandarískra forseta sem annað hvort hefja stríð eða fara með Bandaríkin út í alþjóðlega vopnuð átök.”

Hver fær friðarverðlaun Nóbels í ár verður kynnt í október og hver fær verðlaunin 2021 verður tilkynnt í október 2021.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila