Donald Trump verður ekki viðstaddur innsetninu Joe Biden í embætti 46. forseta Bandaríkjanna

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

„Til allra þeirra sem hafa spurt, ég mun ekki vera með á Innsetningunni 20. janúar“ skrifaði forseti Bandaríkjanna nýlega á Twitter.

Trump tilkynnti þetta einum degi eftir að þingið hafði útnefnt Biden sem sigurvegara kosninganna 2020. Trump hefur ekki lýst sig sigraðan en segir að valdaskiptin fari friðsamlega fram. Þingið lýsti yfir sigri Joe Biden snemma fimmtudagsmorgun eftir að aflýsa þurfti sameginlegum fundi beggja deilda þingsins vegna árásarliðs sem braust inn í þinghúsið. Fundahöld gátu haldið áfram eftir nokkrar klukkustundir. Sumir öldungardeildarþingmenn sem áður höfðu skuldbundið sig að mótmæla kosningasvindli hættu við þá ákvörðun. Kosninganiðurstöðum var einungis mótmælt í 2 af þeim 7 fylkjum sem upprunalega stóð til að mótmæla.

Verðum gríðarlega sterk rödd í framtíðinni

Skömmu eftir að Twitter aflétti tímabundinni lokun á forsetann skrifaði Trump: „Þær 75 milljónir (75,000,000) miklu bandarísku föðurlandsvina sem kusu mig, BANDARÍKIN FYRST og GERUM BANDARÍKIN MIKIL Á Ný, munu verða GRÍÐARLEGA STERK RÖDD lengra inn í framtíðinni. Þær munu ekki verða vanvirtar eða meðhöndlaðar á rangan hátt undir nokkrum kringumstæðum!!!“

Dirfist ekki að kalla þá mótmælendur – þetta eru innlendir hryðjuverkamenn

Joe Biden innkomandi forseti sagði á fimmtudaginn að Trump væri ábyrgur fyrir árásinni á þingið. Sagði Biden þá sem réðust á þingið vera hryðjuverkamenn: „Dirfist ekki að kalla þá mótmælendur. Þetta er óeirðaskríll –uppreisnarlið, innlendir hryðjuverkamenn.“

Árásin á þingið hefur afhjúpað bresti í öryggiskerfi Bandaríkjaþings og einnig skapað áhyggjur vegna innsetningu Biden í embætti sem 46. forseti Bandaríkjanna 20. janúar n.k.

Flaggað í hálfa stöng

Brian Sicknick lögreglumaður þingsins féll í valinn vegna áverka sem hann fékk, þegar hann reyndi að hindra mótmælendur og árásarmenn frá því að komast inn í þingið. Forseti Fulltrúardeildarinnar, Nancy Pelosi, Demókrati, mælti fyrir að þingið flaggaði í hálfa stöng til að heiðra Sicknick. „Ég hef fyrirskipað að þingið flaggi í hálfa stöng til heiðurs Sicknicks lögreglumanns. Fórnin sem Sicknick færði minnir okkur á skyldur þeirra sem við þjónum: að vernda land okkar frá allri hættu bæði erlendis frá og innanlands.“

Hóta að hrekja forsetann úr Hvíta húsinu áður en hann hættir störfum

Demókratar leggja nú hart að Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að sameinast þeim í yfirlýsingu um að forsetinn sé óhæfur og kasta beri honum út úr Hvíta húsinu áður en tímabili hans er lokið. Ef Mike Pence gengst ekki með á það ætla Demókratar að draga forsetann enn á ný fyrir ríkisrétt og reyna að fá hann felldan fyrir árásina á þingð sem gæti túlkast sem landráð. Refsingin fyrir landráð í Bandaríkjunum er dauðarefsing. Demókrötum hefur einungis tekist að fá einn Repúblikana með sér og óljóst að þeim takist þessi fyrirætlun sín. Vegna þessarra hótana og ófriðarástands óttast sumir að atvinnu-óeirðaseggir og hryðjuverkamenn eins og t.d. BLM og ANTIFA gætu gert atlögu að Hvíta húsinu til að koma forsetanum frá með valdi.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila