Donald Tusk slær til í Póllandi – reynir að æsa upp Pólverja gegn niðurstöðum Stjórnlagadómstólsins og ríkisstjórninni

Donald Tusk efndi til samstöðufundar með Evrópusambandinu sunnudagskvöld í Póllandi. Sakar hann ríkisstjórnina og Stjórnlagadómstólinn fyrir að reyna að taka landið út úr ESB, s.k. Pólexit. Var ESB fánanum veifað af stuðningsmönnum ESB í Varsjá í gærkvöldi. (Sksk sænska sjónvarpið)

Megin fjölmiðlar lýsa mótmælum í Póllandi sunnudagskvöld gegn niðurstöðu Stjórnlagadómstóls Póllands um að ESB-réttur brjóti gegn pólsku stjórnarskránni. Donald Tusk fv. formaður leiðtogaráðs ESB kallaði til mótmælanna til stuðnings fyrir ESB, þar sem ráðist er gegn niðurstöðum Stjórnlagadómsstóls Póllands. Donald Tusk leiðir stjórnarandstöðuflokkinn „Meðborgarahreyfinguna” PO og kennir yfirvöldum í Póllandi um, að ESB haldi inni lögbundnum fjárgreiðslum til Pólverja. Nýtist hann herrunum í Brussel vel í ætlunarverki sínu að kljúfa Pólverja og æsa upp hverja gegn öðrum – allt til að þvinga Pólland og ríkisstjórnina til hlýðni við ESB.

Tusk sagði á mótmælafundi sunnudag: „Við verðum að bjarga Póllandi, enginn mun gera það fyrir okkur.” Þúsundir ESB-sinnar í Póllandi fylltu Kastalatorgið í sögufrægri miðborg Warsjárborgar og kallaði fólkið: „Við verðum áfram!” með skírskotun til aðildar landsins að ESB. Aðrir héldu á skiltum með orðunum „Við erum Evrópubúar.” Hræðsla ESB-sinna í Póllandi er mikil við yfirhangandi Pólexit, að Pólland segi skilið við ESB annað hvort sjálft eða að öðrum kosti muni ESB reka Pólland úr sambandinu fyrir að „fylgja ekki reglum sambandsins.”

Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands styður Pólverja í baráttunni gegn ofurefli ESB

Viktkor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir skv. Reuters að stofnanir ESB verði að „virða fullveldi aðildarríkjanna.”

Orbán fagnaði úrskurði pólska stjórnlagadómstólsins og mótmælir því, að lög ESB njóti forgangs yfir stjórnlög aðildarríkja. Sakar hann stofnanir ESB um að framlengja og víkka út valdsvið sitt. „Forgangur ESB – réttarins getur aðeins átt við á þeim sviðum, þar sem ESB hefur völd og sá rammi er settur í sáttmála ESB.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila