Dræm mæting 75 ára og eldri Stokkhólmsbúa til að fá bólusetningu

Margir furðuðu sig á því fyrir páskana, hversu fáir 75 ára og eldri Stokkhólmsbúar mættu til að bólusetja sig. Mynd frá sýningarskálum Älvsjömässan í síðustu viku sýnir að engin örtröð er hjá þeim gömlu að fá sprautuna.

Í síðustu viku átti að bólusetja alla íbúa sem fæddir eru 1946 eða fyrr eða 75 ára og eldri. En í sýningarskálum Älvsjömässan mættu aðeins 500 einstaklingar voru bólusettir að sögn Aftonbladet. Starfsfólkið hafði lítið að gera en búið var að bóka upp tíma fyrir 1500 ellilífeyrisþega sem áttu að fá bólusetningu á staðnum þannig að einungis 30% af bóluefni nýttist á þeim stað. 75 ára og eldri geta fengið bólusetningu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og voru sýningarskálarnir í Älvsjö einn af þeim stöðum þar sem bólusetning fer fram.

Magnus Thyberg með yfirumsjón yfir bólusetningum í Stokkhólmi segir við Aftonbladet, að yfirvöld reyni að upplýsa eins mikið og hægt sé í öllum miðlum. „Kannski hugsa margir sem svo að það sé fullt og ómögulegt að það finnist lausir tímar fyrir sig. Við höfum lagt mikið í upplýsingar en ég held að allir verði að hjálpast að við að dreifa upplýsingum til kunningja, ættingja um það, hvað maður eigi að gera til að verða bólusettur.”

Það gengur hægt að bólusetja íbúa Stokkhólmsborgar og segir Magnus Thyberg að „skýringin er, að við höfum unga og hrausta íbúa og þá fáum við minna bóluefni og ef við höfum ekki bóluefni, þá er ekki hægt að bólusetja hratt.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila