Drög að frumvarpi um breytingu á raforkulögum kynnt í samráðsgátt

Drög að frumvarpi um breytingu á raforkulögum hefur verið sett í samráðsgatt stjórnvalda þar sem almenningi og hagsmunaaðilum gefst færi á að gera sínar athugasemdir við frumvarpið. Í drögunum segir að þeim sé ætlað er að skýra betur heimild dreifiveitna til að haga gjaldskrá sinni þannig að almennir notendur dreifikerfisins beri ekki kostnað ef tengingar nýrra viðskiptavina við kerfið valda viðbótarkostnaði sem bundin er við þá tenginu.

Með því verði tryggt að ekki leiki vafi á um forsendur gjaldtöku vegna þess viðbótarkostnaðar sem til fellur við tenginguna. Eðlilegt er að sama aðferðafræði gildi fyrir nýja notendur og þá sem fyrir eru hvort sem þeir tengjast flutnings- eða dreifikerfi. Þannig verði tryggt að gjaldskrár mismuni ekki notendum,

Frumvarpið snertir dreifiveitur og viðskiptavini þeirra, sem og Orkustofnun. Við vinnslu
frumvarpsins var haft samráð við Orkustofnun og jafnframt við fjármála- og efnahagsráðuneyti, varðandi tiltekna þætti. Samráð um áform um lagasetninguna fór ekki fram sökum þess að aðkallandi er að taka af öll tvímæli um heimild dreifiveitna til að innheimta viðbótarkostnað sem fjallað er um í þessu frumvarpi

Smelltu hér til þess að skoða nánar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila