Fjögurra daga drónabann við Skarfabakka

Bannað verður að fljúga drónum og öðrum flygildum nær höfninni við Skarfabakka en 400 metra dagana 10-14 júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra í dag.

Bannið kemur til vegna Dynamic Mongoose æfingar NATO hér við land þessa daga. Þá segir í tilkyningunni að hafa verði í huga að ekki megi heldur á öðrum svæðum innan landhelginnar fljúga nær þeim herskipum og kafbátum sem taka þátt í æfingunum en 400 metra.

Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að bannið sé í gildi allan sólarhringinn 10-14 júlí.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila