Drottning Sonja í tárum á blaðamannafundi norsku konungshjónanna í dag – búið að finna sex látna

Norsku konungshjónin voru slegin er þau mættu fjölmiðlum eftir að hafa heimsótt hamfarastaðinn Gjerdrum, þar sem mörg hús grófust í aurskriðu 30. desember. Fimmti líkaminn var grafinn úr skriðunni í morgun og sá sjötti skömmu síðar og hafa þá sex einstaklingar fundist af þeim tíu sem saknað hefur verið. Allir voru dánir sem fundust en lögreglan og björgunarmenn hafa enn ekki gefið upp alla von um að mögulegt sé að finna einhvern á lífi í rústunum.

Haraldur V. Noregskonungur sagði „Við höfum tilfinningasaman dag að baki okkur. Það er erfitt að setja orð á þetta, þetta er hræðilegt.“

Drottning Sonja átti erfitt með tal og sagði: „Þetta tekur á mig.“ Drottning Sonja hyllti alla þá sem vinna við björgunarstörf við erfiðar aðstæður og alla þá sjálfboðaliða sem eru á staðnum. „Þetta litla sveitarfélag hefur sýnt þvílíka hlýju sem við upplifðum mjög sterklega. Allt sem við höfum mætt í dag hefur verið gegnumsýrt af vilja og mannúðartilfinningum.“

Útiloka ekki að einhver geti enn verið á lífi

Lögreglan og björgunafólk útilokar ekki að enn geti einhver fundist á lífi. Sérþjálfaðir hundar merktu nokkra staði laugardagskvöld sem leiddi til fundar á tveimur látnum í dag. stækka á leitarsvæðið til norðurs. Kenneth Wangen yfirmaður hjá slökkviðiliðinu segir að „því nær sem við nálgumst kantinn þeim mun meiri verður áhættan. Við höfum farið lengra norður, því þar hefur orðið öruggara og við leitum þar sem við höldum að við getum fundið lifandi. Við vinnum af fullum krafti og höfum fimm hópa sem vinna samtímis á svæðinu. Þetta er gríðarlega erfitt starf og ekki áhættulaust.“

Aðfararnótt sunnudags kom aðstoð hersins með gröfu og farartæki sem notað er til að fara yfir ár og vötn. M.a. verður vagninn notaður til að byggja 26 metra langa brú inn í leitarsvæðið. „Herinn dælir út vatni þannig að það verður þurara og öruggara fyrir okkur að vinna störf okkar.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila