Dularfull aukning dánartilfella víðs vegar í Evrópu

Í löndum eins og Hollandi, Þýskalandi, Spáni, Portúgal og Bretlandi er nú greint frá mikilli aukningu dauðsfalla umfram það sem eðlilegt er. Sérfræðingar geta ekki útskýrt þróunina, segir Remix News.

Yfirvöld í Hollandi neita að birta gögn vegna „persónuverndar“

Síðan í apríl á þessu ári hefur tala látinna aukist mikið í Evrópu – um 11 % að meðaltali. Það kemur sérfræðingunum á óvart, að þessi dauðsföll tengjast ekki beint kórónufaraldrinum.

Í Hollandi deyja hundraðir fleiri í hverri viku en venjulega, samkvæmt Volkskrant. Frá síðasta vori hafa um 5.000 fleiri dauðsföll verið skráð en á tímabilinu fyrir heimsfaraldurinn. Vísindamenn eru undrandi yfir ofurdánartíðninni en hollensk heilbrigðisyfirvöld hafa valið að birta ekki gögn um dánarorsakir og vísa til friðhelgi einkalífsins.

Vinsæli hollenski álitsgjafinn Eva Vlaardingerbroek gagnrýnir yfirvöld Hollands harðlega og sakar þau um vísvitandi dylgjur. Hún segir að orsök dauðsfalla sé bólusetningaráætlunin. Hún sakar yfirvöld um vísvitandi dylgjur og segir bólusetningaherferðina vera beina orsök ofurdauðans.

Enn meiri umframdánartíðni annars staðar

Í frétt Die Welt segir að ástandið sé sérstaklega alvarlegt á Spáni. Í júlí 2022 voru tæplega 10.000 fleiri dauðsföll skráð þar en í sama mánuði árið 2019. Aukinn fjöldi látinna í Þýskalandi er ekki eins mikill en veldur samt áhyggjum.

Að einhverju leyti má skýra hærri tölur látinna á Spáni með covid-sýkingum en aðeins 1,872 dauðsföll eru sögð tengjast covid-19. Annar fimmtungur er talinn vera vegna hitabylgjunnar í sumar samkvæmt tölfræði sem Carlos III Institute greindi frá. Hins vegar viðurkenna spænsk yfirvöld að ekki er hægt að útskýra stóran hluta dánartilfellanna. Ríkisstjórnin lætur gera sérstaka rannsókn í málinu og búist er við, að niðurstaða liggi fyrir eftir hálft ár.

„Hvorki covid né hitabylgjur útskýra hvað er að gerast hér“ segir Salvador Peiró, yfirmaður rannsókna hjá Fundación de Investigación Sanitaria y Biomédica de la Comunidad Valenciana. Hann bendir á að hækkandi tala látinna sé „óskiljanleg.“

Þúsund fleiri deyja í hverri viku í Bretlandi en að meðaltali undanfarin ár

Í Bretlandi deyja nú allt að 1.000 fleiri í hverri viku en að meðaltali undanfarin ár. En breskir heilbrigðissérfræðingar hafa komist lengra við að ákvarða ástæðurnar á baki hinnar miklu aukningu dauðsfalla. Breska tölfræðistofan ONS birti skýrslu í byrjun ágúst, sem sýndi að lokunin og óttinn við covid-19 leiddi til mikillar lækkunar á greiningu annarra sjúkdóma. Margir forðuðust að leita sér aðhlynningar í faraldrinum þegar covid-sjúklingar voru settir í forgang. Í skýrslunni kemur fram að allt að 141.000 tilfelli hjartasjúkdóma, 26.000 tilfelli heilablóðfalla og 60.000 sykursýkistilfelli fundust ekki. Samtímis er um stórkostlega aukningu á geðsjúkdómum og alkóhólisma að ræða.

Í Þýskalandi létust 85.285 manns einungis í júlí einum, sem samsvarar 12 % aukningu miðað við meðalfjölda í júlí á árunum 2018 til 2021 skv. tölfræðistofunni Destatis. Á einni viku í júlí voru dauðsföll yfir 24 % fleiri en venjulega. Vísindamenn og tölfræðingar í Þýskalandi geta hins vegar heldur ekki ákvarðað hvað veldur hinni öru fjölgun dauðsfalla, þar sem upplýsingar um dánarorsakir eru ekki aðgengilegar almenningi, skrifar Remix News.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila