Ríkisstjórn Rússlands segir af sér

Vladimir Pútín forseti Rússlands ávarpar Dúmuna

AP greinir frá því að ríkisstjórn Rússlands hafi sagt af sér. Dmitrij Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti eftir ræðu Vladimir Pútíns forseta Rússlands um breytingar á stjórnskipulagi ríkisins að ríkisstjórnin léti samstundis af störfum.

Vladimir Putin sagði í árlegri ræðu sinni til þingsins miðvikudag, að hann vildi breyta stjórnarskránni á þann veg að þingið skipaði forsætisráðherrann og aðra ráðherra. Í dag skipar forsetinn í embætti ríkisstjórnarinnar og hefur einnig völd að víkja ráðherrum úr störfum. En áður af þessu verður þarf að breyta stjórnarskránni og Pútín hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

„Þetta eflir vald og sjálfstæði þingsins, þingflokkanna, forsætisráðherrans og annarra ráðherra,“ sagði Pútín um breytingarnar.

Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja hins vegar að markmið stjórnarskrárbreytinganna sé að tryggja Pútín völdin eftir að tímabili hans sem forseta lýkur 2024. Hann hefði þá möguleika á því að láta þingið kjósa sig sem forsætisráðherra og vera áfram við völd.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila