Dýrtíðinni mótmælt í mikilli mótmælagöngu í Brussel

Um 70.000 Belgar söfnuðust saman í Brussel í fyrri viku til að mótmæla hækkandi framfærslukostnaði í landinu.

70 þúsund mótmæltu dýrtíð og verðbólgu

Belgískir mótmælendur gengu mótmælagöngu í fyrri viku í Brussel til að krefjast aðgerða stjórnvalda til að stöðva hækkandi framfærslukostnað segir í frétt Reuters.

Mótmælendurnir báru fána og borða sem á stóð „Meira virðing, hærri laun“ og „Stöðvum vörugjöld.“ Sumir mótmælenda kröfðust þess, að stjórnvöld gerðu meira og aðrir kölluðu, að atvinnurekendur verða að bæta laun og vinnuskilyrði verkafólks.

Belgíska lögreglan segir að fjöldi mótmælenda hafi verið um 70.000 manns en ýmsir telja að fjöldinn hafi verið yfir 80 þúsund manns.

Mikil verðbólga

Verðbólgan í Belgíu náði 9 % í júní, sem endurspeglar miklar hækkanir m.a. vegna áhrifa innrásar Rússa í Úkraínu á vörudreifingarkeðjur og orku- og hrávöruverð.

Í maí var verðbólgan í Svíþjóð 7,2 %. Markmið sænska ríkisbankans er að hafa verðbólgu um 2 % á ári.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila