Ef ekkert er að gert heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala – Það verður að grípa í taumana strax

Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram á þeirri vegferð sem hann er þá mun fylgi hans halda áfram að minnka og því verður að grípa í taumana strax og gera breytingar á innra flokksstarfinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helga Áss Grétarssonar borgarfulltrúa flokksins og frambjóðanda í embætti ritara flokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Helgi telur að þeim hugmyndum sem hann sé með um hvernig eigi að koma málum þannig fyrir að flokkurinn nái fyrri styrk sé best að ná fram með því að setja hugmyndirnar fram í gegnum grasrót flokksins. Nái hann kjöri sem ritari flokksins muni hann ekki skorta verkefnin.

„ég myndi leggja áherslu á að menn vinni ötullega í þágu sjálfstæðisstefnunnar og mynda betri tengsl milli allra innan flokksins, til dæmis með því að fá menn innan kjördæmana til að starfa meira saman og tala meira saman, þannig verður fólk betur upplýst og fær tæki og tól til þess að vinna stefnunni framgang“ segir Grétar.

Að mati Grétast þurfi að þróa aðferðir til þess að flokkurinn starfi með skilvirkari hætti á meðan kjörtímabili stendur og sérstaklega í aðdraganda kosninga.

„aðal hlutverk ritara á að vera að hafa forustu um það að félags og flokksstarfið sé virkt og það séu líkur á því að fólk sé tilbúið að leggja hönd á plóg fá sjálfboðaliða til þess að aðstoða í kosningabaráttu og ekki síst að flokkurinn sé vel skipulagður til þess að ná árangri í kosningum“segir Helgi.

Hann segir að þegar hann hafi tekið þátt í kosningabaráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar hafi hann tekið eftir ákveðnum skorti á aðferðarfræði og verklagi.

„ef þú beitir verklagi sem er líklegt til þess að skila árangri þá geturðu notað verklaginu á þann hátt að þú náir árangri alveg sama hverjar sem aðstæðurnar séu, flokkurinn þarf að fara í ákveðna naflaskoðun svo það sé skýrara í huga kjósenda fyrir hvað hann stendur og hvernig hann ætli að starfa“

Hann segir flokkinn ekki hafa verið stefnu sinni nægilega trúr og því þurfi að breyta, flokkur sem ekki sé stefnu sinni trúr verði ekki trúverðugur valkostur í kosningum. Hann vilji til dæmis að flokkurinn sé með áhersluna stétt við stétt á hreinu, það sé eitt þeirra lykilatriða sem flokkurinn þurfi á að halda.

„það er þó ekki nóg að fólk sé tilbúið að starfa fyrir flokkinn, heldur þurfi að tengja þetta fólk saman svo það sé samstíga og geti unnið að góðum málum með hvort öðru, þeir sem hafi ákveðna sérfræðiþekkingu tali líka saman til þess að leggja flokknum lið“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila