Ef ESB fær að ráða verður bíllinn þinn bráðum bannaður – einungis rafbílar leyfðir eftir 2035

Ursula von der Leyen tilkynnti loftslagspakka ESB sem bannar bensín og díselbíla frá 2035. Pakkinn kostar skattgreiðendur ESB marga tugi þúsunda milljarða króna í nýjum grænum álögum.

Samkvæmt kenningunni um að jörðin sé að farast vegna gróðurhúsalofttegunda, þá hefur ESB ákveðið, að sambandið verði „loftslagshlutlaust” ár 2050. Á að vera að búa að ná helmingi þess markmiðs ár 2035. Aðerðir ESB munu íþyngja öllu lífi heimila og fyrirtækja innan sambandsins með nýjum skattaálögum og hærra vöruverði. Meðal annars á að banna að keyra önnur farartæki en rafknúin.

Ursula von der Leyen kynnti aðgerðir ESB til að ná markmiðum í loftslagsmálum í vikunni. Flestar aðgerðirnar munu leiða til aukins kostnaðar fyrir heimilin og fyrirtækin. Meðal annars verður miklu dýrara að hita upp húsnæði. Dýrara verður að versla á netinu, þar sem auknar álögur verða lagðar á alla flutninga. Í Svíþjóð verður skógariðnaðurinn fyrir þungu áfalli vegna heimskrar loftslagslöggjafar um skóginn.

Ökubann á venjulega bíla

Klukkan tifar fyrir alla sem keyra venjulega bíla með bensín- eða díselvélum. Verð á bensínu mun hækka og eftir rúman áratug verður þverstopp, því frá og með 2035 mega einungis rafbílar keyra á vegum innan ESB. Þar sem ekki er búist við, að umheimurinn grípi til jafn örlagaríkra tilþrifa og ESB, þá verður bætt við öryggisneti nýrra verndartolla svo fyrirtæki innan ESB lendi ekki undir í samkeppninni. Hafa menn áhyggjur af því, að mörg fyrirtæki flýji ESB og komi sér fyrir annars staðar vegna allra nýrra skatta og það muni hafa neikvæðar afleiðingar fyrir atvinnulífið.

Lagalega bindandi fyrir öll ESB-ríkin – Kórónupeningar teknir til niðurgreiðslu grænu gjaldanna

Allar ákvarðanir ESB verða bindandi lög í öllum aðildarríkjunum. Slagorðið „Fit for 55″ þýðir að minnka eigi gróðurhúsalofttegundir með 55% fram að 2035 miðað við 1990. Upprunalega var ákveðið að minnkunin ætti að verða 40% en sú tala hefur verið hækkuð.

Ursula von der Leyen segir, að vegna aðkallandi dómsdags, þá sé enginn tími til að framlengja neinum lýðræðislegum umræðum um málið en ýmsir búrókratar óttast að mikil andstaða sé við tillögur framkvæmdastjórnarinnr. Búist er við mótmælum frá venjulegu fólki og fyrirtækjarekendum. Kostnaðurinn við loftslagspakka ESB hleypur á milli 40-50 þúsund milljörðum ísl. kr. og leggur von der Leyen til, að hluti af kórónusjóði ESB sem átti að nota til að endurreisa efnahagslífið eftir Covid-19 verði notaður við niðurgreiðslu grænu gjaldanna. M.a. á að byggja nýtt styrkjakerfi í nýjum félagssjóði til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum sem verða sérstaklega illa úti vegna aðgerðanna.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila