Efla ætti styrkleika þeirra barna sem eiga erfitt með nám en ekki íþyngja með enn meira námsefni

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Það myndi skila mun betri árangri að efla styrkleika þeirra barna sem eiga í námsörðugleikum í stað þess að þyngja róðurinn með enn meira námsefni og jafvel þyngra en það fæst við. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segist hafa miklar áhyggjur af stöðu þeirra barna sem eiga í erfiðleikum með að ná tökum á námsefni sínu og með því að hlaða meira námsefni á börnin fer þeim að ganga enn verr og af því leiðir að þeim líður illa með að geta ekki það sama og jafnaldrar.

Inga segir að taka þurfi heilstætt á vandanum og eitt af því mikilvægasta sem hægt sé að gera sé að tryggja að börnum líði alltaf vel í skólanum alveg frá upphafi skólagöngu. Síðar ef barnið lendi í vanda með nám sitt má efla það í þeim greinum sem styrkur þess felist. Þá þurfi að stokka upp námsgagnaformið.

af hverju í ósköpunum er ekki búið að stokka upp þetta námsgagnaform, kennararnir leggja sig alla fram og standa sig vel, en þeir eru með of mörg börn á sinni könnu, þeir þurfa að takast á við að skólinn sé án aðgreiningar sem er form sem reynir mikið á kennarana“ segir Inga.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila