Efling segir þá efnameiri verðlaunaða og launafólk hlunnfarið

Stéttarfélagið Efling segist hafa orðið fyir miklum vonbrigðum með átta aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í sag en aðgerðunum er ætlað að styðja við lífskjarasamninginn. Í harðorðri tilkynningu frá Eflingu segir meðal annars að með aðgerðurnum séu hinir efnameiri verðlaunaðir á meðan launafólk sé hlunnfarið. 

Óhætt er að segja að stjórn Eflingar sé verulega ósátt við aðgerðarpakkann

Í pakkanum er ekki að finna neinar haldbærar efndir á loforði sem stjórnvöld gáfu út í tengslum við Lífskjarasamningana um févíti vegna launaþjófnaðar. Er þar um að ræða einfalt réttlætismál sem kostar ríkissjóð ekkert. Þau frumvarpsdrög sem Efling hefur séð um efnið eru gagnslaus. Svo virðist sem ríkisstjórnin hyggist láta þjóðarskömm íslensks vinnumarkaðar, refsilausan launaþjófnað atvinnurekenda, viðgangast til frambúðar. „

Þá segir einnig

Í aðgerðapakkanum er hvergi komið til móts við vel útfærðar og málefnalegar tillögur verkalýðshreyfingarinnar um hvernig hið opinbera geti beitt sér á krepputímum í þágu almennings og vinnandi fólks. Dæmi um það er hækkun grunnatvinnuleysisbóta, sem ekki er minnst orði á í aðgerðapakkanum

Efling segir ríkisstjórnina hafa látið undan hótunum félags Atvinnurekenda og ausi nú enn meira fé til stöndugra fyrirtækja í stað þess að standa vörð um hagsmuni almennings

Ríkisstjórnin hefur látið Samtök atvinnulífsins beita sig hótunum um uppsögn kjarasamninga, hótun sem aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyrirtækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn. Í stað þess að halda sjálfsvirðingu sinni og verja hagsmuni almennings lætur ríkisstjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opinbera til efnafólks og stöndugra fyrirtækja.

Þau vinnubrögð atvinnurekenda sem ríkisstjórnin hefur nú veitt samþykki sitt boða ekki gott fyrir áform um „samráð“ aðila vinnumarkaðarins um svokallaða „grænbók um framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðsmála“ sem rætt er um í aðgerðapakkanum. Kostulegt er að stjórnvöld ímyndi sér að grundvöllur sé fyrir slíku samráði meðan launaþjófnaður, brot vinnumarkaðslöggjöfinni og hótanir um samningsrof viðgangast átölulaust.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila