Efnahagslegt „blóðbað“ bíður Svía – kostnaður heimilanna eykst 100% á tveimur árum

Emma Persson er hagfræðingur hjá Lénstryggingum í Svíþjóð með heimilin sem sérsvið (mynd © Länsförsäkringar).

Samkvæmt Svenska Enskilda Banken, SEB, er raunverulega verðbólgan, sem lendir á húseigendum, 48 % á ársgrundvelli en ekki 9 % eins og opinberlega hefur verið haldið fram. Jafnframt sýna útreikningar frá Lénstryggingum, að útgjöld millistéttarheimila munu hafa aukist um 100 % á tveimur árum næstkomandi janúarmánuð. Emma Persson hagfræðingur tryggingafélagsins, sem fer með málefni heimilanna segir:

„Bara að vona að fólk hafi lagt undan peninga á þeim góðu árum sem núna eru farin“

Eftir mörg „góð ár“ með aðgerðum yfirvalda, sem beindust að millistéttinni eins og t.d. neikvæðir vextir ásamt vaxtafrádrætti, atvinnuskattaafslætti, skattafrádrætti við kaup á ýmissi byggingar-og húsaþjónustu m.m., þá lítur nú út fyrir að lánaveislunni ljúki skyndilega. Emma Persson hagfræðingur hjá Lénstryggingum (Länsförsäkringar) segir í fréttatilkynningu tryggingafyrirtækisins:

„Það er bara að vonast til þess, að margir hafi sparað fé á góðu árunum, sem eru núna að baki.“

Lénstryggingar vara við því að heimilin, sem hafa í mörg ár hafa getað lifað umfram efni án nokkurra afleiðinga, verða núna skyndilega að „herða sultarólina“ og skera niður óþarfa útgjöld.

„Stefnir í algjört blóðbað“

Jafnframt sýna útreikningar frá SEB bankanum, að verð á vörum og þjónustu, sem sænsk millistéttarfjölskylda neytir, hefur hækkað um 48 % á einu ári en ekki 9 % eins og verðbólgumæling Seðlabanka Svíþjóðar sýnir.

Búist er við að ástandið verði verulega verra í janúar í vetur. Samkvæmt útreikningum Lénstrygginga, þá gætu sænskar fjölskyldur staðið andspænis tvöföldun kostnaðar, þ.e.a.s. kostnaðaraukningu um 100 % í janúar 2023 miðað við desember 2020. Emma Persson segir:

„Þótt janúar sé venjulega sígildur sem fjárhagslega erfiður mánuður, þá lítur út fyrir að málin stefni í algjört blóðbað í vetur.“

Fréttatilkynning Lénstrygginga á sænsku:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila