Eftir stefnuræðu Von der Leyen: „Ekki spurning um hvort heldur hvenær ESB verður ofurríki”

Ursula von der Leyen segir Evrópusambandið hafa dregið inn nýjan anda lífskrafts og verða sterkara eftir kórónufaraldurinn. Gagnrýnendur segja að ESB notfæri sér Covid-19 til að taka skrefið frá sambandi yfir í ofurríki.

Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula Von der Leyen, kynnti markmið í stefnuræðu sinni til að gera ESB sterkara og sameinaðra til að mæta kreppum framtíðarinnar eftir kórónufaraldurinn sem hefur kastað ESB í dýpstu fjárhagskreppu sögunnar. Jafnframt tilkynnti hún að ESB tæki upp nýtt kerfi fyrir flóttamenn í aðildarríkjunum og Dyflinnarreglugerðin yfirgefin. Mun Ylva Johansson flóttamanna- og innflytjendakommissjóner í næstu viku kynna miðstýrðan flóttamannakvóta innan ESB eina ferðina enn. Ylva Johansson sagði í síðustu viku, að ESB ætlaði að afnema rétt aðildarríkjanna til að stjórna málum hælisleitenda. Er sjálfstæði Visegrad landanna (Ungverjaland, Tékkaland, Pólland og Slóvakía) með eigin reglur nagli í augum framkvæmdarstjórnarinnar sem nú reynir að koma á miðstýrðu alræði í málefnum flóttamanna sem og öðrum málum.

Jan Eppink Derk gagnrýnir ofurríkisstefnu ESB

Hollenski ESB-þingmaðurinn Jan Eppink Derk, segir að framkvæmdastjórnin notfæri sér kórónufaraldurinn til að auka völd sín á kostnað aðildarríkjanna. „Spurningin er ekki lengur hvort ESB ætli að verða ofurríki heldur hvenær það verður að raunveruleika. COVID-19 kreppan er notuð til að koma umdeildum málum undir miðstjórn búrókratanna í Brussel. Þetta eru háleitar áætlanir og hverjir eiga að borga? Hollenskum skattgreiðendum mun blæða. Sem betur fer þurfa aðildarríkin enn að greiða atkvæði um þessar áætlanir í þjóðþingum sínum.”

Van der Leyen sagði í ræðunni að „í mínum huga er það alveg skýrt – við þurfum að byggja sterkara evrópskt Heilsusamband.” Eppink varar við því að með Heilsusambandinu „þá munu búrókratarnir í Brussel komast að rúmkantinum þínum…Við stöndum núna á þröskuldinum til ofurríkis ESB.”

Van der Leyen lauk máli sínu: „Í leit að framtíðinni látum við ekki gamlar reglugerðir halda aftur af okkur. Þegar við fundum þreytuna í kringum okkur þá gripum við tækifærið til að anda inn nýjum lífskrafti í Sambandið okkar. Framtíðin verður sú sem við sköpum. Evrópa verður sú sem við sköpum. Hættum því að tala hana niður og hefjumst handa. Gerum hana sterkari og byggjum heiminn sem við viljum lifa í. Lengi lifi Evrópa!”

Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila