Eigum að færa lögreglunni það sem þarf til þess að taka á skipulagðri glæpastarfsemi

Karl Gautu Hjaltason þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi

Það er mjög mikilvægt að íslenskir stjórnmálamenn hlusti á varnaðarorð lögreglunnar um að hér hafi erlendir glæpahópar hreiðrað um sig og að tekið verði á þeirri þróun af mikilli festu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns og oddvita Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Karl Gauti segir að þegar ákall sem þetta komi fr´á lögreglu beri að taka það alvarlega, en það sé eitthvað sem ekki hafi verið gert hingað til. Hann segir að það sem mikilvægast sé er að lögreglan hafi aðgang að þeim mannskap, tól og tækjum sem þurfa til þess að bregðast við þeirri vá sem stafar af slíkum hópum.

Þá sé einnig hægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og endurskoða Shengen samstarfið og kanna hvort það sé að valda því að auðveldara sé fyrir glæpahópa að komast hingað svo lítið beri á vegna þeirra reglna sem gilda um Shengen.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila