Eigum að gera viðskiptasamninga við Bretland án aðkomu Noregs

Páll Vilhjálmsson bloggari og blaðamaður

Það er ekki vænlegt til árangurs að gera viðskiptasamninga við Breta með aðkomu norðmanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar bloggara og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Páll segir málið vera firru

maður hugsar með sér hvers konar firra þetta er, ef við gerum samninga eigum við að gera þá sjálfir en ekki með norðmönnum, ef við gerum samninga með norðmönnum þá er það augljóst mál að íslenskum hagsmunum verður fórnað fyrir norska hagsmuni, það er alveg vitað hvorn verður hlustað meira á, við munum ekki hafa nein áhrif í samningnum sem lítil þjóð, við sjáum bara hvernig þetta var allt saman í orkupakkamálinu, dæmin eru til staðar„,segir Páll.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila