Eigum að horfa til dönsku leiðarinnar í málefnum hælisleitenda – Eigum að taka upp viðræður við dani um málið

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins

Rétt væri að Ísland horfi til Danmerkur þegar kemur að málefnum hælisleitenda því hún er nokkuð skynsamleg. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ólafur bendir á að ástæða þess að Danmörk taki upp þessa stefnu sé sú að komið hafi upp aðlögunarvandamál í Danmörku, og þó að margir hælisleitendur standi sig vel og gangi vel að aðlagst dönsku samfélagi séu alltof margir sem ekki aðlagist og af þeim sökum hafi myndast gettóhverfi, það sé ástand sem fyrirhugað sé að breyta með lögum sem nefnd hafa verið gettólögin.

Ólafur bendir á að einnig megi hjálpa mun fleirum sé fólki hjálpað í sínum heimalöndum, meiri hjálp handa fleirum fyrir sömu fjárhæð, það væri mun betri leið en sem farin sé í dag.

Hann segir íslendinga vera fara að átta sig á þessari leið dana og kostum hennar, hún sé síður en svo ómannúðleg:

Við erum að tala um það að þetta eru danskir jafnaðarmenn sem eru með þessa stefnu og þeir verða seint sakaðir um mannvonsku eða eitthvað þaðan af verra” segir Ólafur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila